Norræna barnaverndarráðstefnan 2015 - góð þátttaka íslenskra barnaverndarstarfsmanna.

31 ágú. 2015

Bragi Guðbrandsson var einn af aðalfyrirlesurum ráðstefnunnar og hét erindi hans ,,The silent revolution: towards convergence of child protection systems". Ísland bar svo ábyrgð á tveimur málstofum um ,,Barnahus in practice"og hélt Þorbjörg Sveinsdóttir frá Barnahúsi erindi á annari þeirra.

Bragi Guðbrandsson var einn af aðalfyrirlesurum ráðstefnunnar og fjallaði erindi hans um ,,The silent revolution: towards convergence of child protection systems". Barnaverndarstofa hafði svo undirbúið og bar ábyrgð á tveimur málstofum um Barnahús á Norðurlöndunum. Annars vegar var það málstofan ,,Barnahus i praktik" og var Páll Ólafsson málstofustjóri og svo hinsvegar ,,Barnahus in practice" þar sem Steinunn Bergmann var málstofustjóri og einnig hélt Þorbjörg Sveinsdóttir frá Barnahúsi erindið ,,Children´s testimony, from the forensic interview to court: Research on what factors impact the conclusions of cases referred to Barnahus in Iceland"

Báðar málstofurnar gengu vel og var vel mætt á þær og sköpuðust þó nokkrar umræður um efni fyrirlesara í lok þeirra.

Dagskrá málstofanna var eftirfarandi:

1.6 Barnahus i praktik (language: Norwegian / Danish)
Institusjonelle forutsetninger for samarbeid – med barnehus og barnevern som case
Elisiv Bakketeig, Forsker II, Senter for velferds- og arbeidslivsforskning, NOVA (Norsk institutt for forskning om oppvekst, velferd og aldring)

Samarbeid og praksis ved barneavhør og avhør av utviklingshemmede i Norge
Kristin Konglevoll Fjell, Leder, Statens Barnehus, Bergen Norge Anne Lise Farstad, Director,

Children's House in Bergen and Kristiansand Børnehuse i Danmark – en landsdækkende indsats
Anette Hammershøi, Specialkonsulent, Socialstyrelsen, Danmark

2.6. Barnahus in practice (language: English)
Barnahus in Sweden
Åsa Landberg, Psychologist and Psychotherapist. Editor of "The Book about Barnahus" and co-author to "Inside a Barnahus".

Children´s testimony, from the forensic interview to court: Research on what factors impact the conclusions of cases referred to Barnahus in Iceland
Thorbjörg Sveinsdottir, MSc Psychology, Forensic interviewer in Barnahus, Iceland

The evolution of the Finnish barnahus model - LASTA
Minna-Maria Sinkkonen, Project Manager, Advisor, National Institute for Health and Welfare, Finland

Þessi ráðstefna sem er haldið á þriggja ára fresti og fer á milli Norðurlandanna stóð yfir dagana 26 - 28 ágúst sl. í Turku í Finnlandi. Lokaathöfnin endaði á því að fulltrúar Íslands, Barnaverndarstofu tóku við keflinu fyrir næstu ráðstefnu sem verður haldin á Íslandi í byrjun september 2018.

Mikla athygli vakti að í lokin á athöfninni stóðu allir íslendingarnir í salnum upp og sungu hástöfum Maístjörnuna fyrir ráðstefnugesti og uppskáru dúndrandi lófaklapp fyrir.

Hér er hægt að fara inná heimasíðu ráðstefnunnar og munu allar glærur fyrirlesara verða settar inn á hana innan skamms.Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica