NORRÆN BÖRN - BÖRN Á FÓSTURHEIMILUM

Velkominn á hádegisverðarmálþing þann 10 nóvember nk.  Þar verður fjallað um það hvernig best er staðið að því þegar barn fer á fósturheimili.

26 okt. 2015

Norræna velferðarmiðstöðin hefur nýlega lokið við verkefnið „Norræn börn - börn á fósturheimilum“. Verkefnið var unnið í samvinnu við færustu sérfræðinga Norðurlanda á þessu sviði og hafa niðurstöðurnar leitt til raunhæfra tillagna um hvernig þjóðfélagið getur betrumbætt umönnun á barni sem er á ábyrgð þjóðfélagsins.

DAGSKRÁ

11.45 Við bjóðum til hádegisverðar

12.30 Kynning á verkefninu (á ensku)
Fredrik Hjulström verkefnastjóri hjá Norrænu velferðarmiðstöðinni kynnir verkefnið og niðurstöður þess. Verkefnið kynnir raunhæfar tillögur um hvernig þjóðfélagið getur stuðlað að því að betrumbæta lífsskilyrði barna á fósturheimilum. Tillagan beinist að félagslegri þjónustu sem og heilbrigðisþjónustu eins og t.d. í skólum.

13.30 Pallborðsumræður (á íslensku)
Þeir sem fengið hafa boð um að taka þátt í pallborðsumræðum eru meðal annars Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra, Margrét María Sigurðardóttir umboðsmaður barna, Bragi Gudbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu, Helga Jona Sveinsdottir deildarstjóri fósturteymis Barnaverndar Reykjavíkur, Ingileif Ástvaldsdóttir skólastjóri við Þelamerkurskóla og Tinna Isebarn framkvæmdastjóri Landssambands æskulýðsfélaga.

14.30 Lok málþingsins

Skráðu þig á http://nordicwelfare.org/fosturborn

Best regards,

Victoria Henriksson
Kommunikationsrådgivare/Communications Adviser


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica