Ráðstefna og námskeið 1. til 3. júní 2016

Ráðstefna og námskeið til að styrkja rannsókn og meðferð mála þegar grunur er um að fatlað barn hafi sætt ofbeldi.

2 maí 2016

Barnaverndarstofa heldur ráðstefnu og námskeið dagana 1. til 2. júní 2016 á Grand Hótel Reykjavík sem fjallar um rannsókn og meðferð mála þegar grunur er um að fatlað barn hafi sætt ofbeldi.

Þeir Chris Newlin og Scott Modell sérfræðingar frá Bandaríkjunum koma til landsins til að fjalla um þetta efni, sjá nánar dagskrá. Báðir eru með umfangsmikla þekkingu og reynslu á þessu sviði sjá nánar Newlin og Modell.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálarðáðherra, ákvað fyrr á árinu að veita Barnaverndarstofu þriggja milljóna króna framlag til að styrkja rannsókn og meðferð mála þegar grunur er um að fatlað barn hafi sætt ofbeldi. Sjá nánar frétt á vef velferðarráðuneytis.

Barnaverndarstofa efnir því til heils dags ráðstefnu á Grand Hótel Reykjavík þann 1. júní nk. þar sem fagfólki sem aðkomu hefur að þessum málum verður veitt almenn fræðsla til að auka vitund þess og þekkingu á þessu sviði og veita leiðbeiningar um viðeigandi viðbrögð. Daginn eftir, þ.e. 2. júní, verður haldið námskeið um efnið fyrir starfsfólk stofnana sem vinnur að málefnum fatlaðs fólks. Hinn 3. júní verður síðan námskeið fyrir starfsfólk Barnahúss þar sem fjallað verður nánar um rannsókn og meðferð þessara mála.

Sérfræðingar frá Bandaríkjunum þeir Chris Newlin og Scott Modell sjá um fræðsluna báða dagana en þeir hafa báðir umfangsmikla þekkingu og reynslu á þessu sviði. Hvoru tveggja fer fram á ensku, sjá nánar dagskrá og feril þeirra Newlin og Modell.

1. júní verður opin ráðstefna fyrir fagfólk sem hefur aðkomu að málefnum fatlaðra barna. Farið verður yfir fötlunarfræði, þroskaraskanir og tengsl þeirra við vanrækslu og ofbeldi, þ.m.t. tölur um dauðsföll barna. Fjallað verður um þau einkenni sem hægt er að greina hjá fötluðum börnum og þá þætti sem auka líkur á ofbeldi. Að lokum verður farið yfir viðtalstækni sem nýtist við rannsókn mála í refsivörslukerfinu til að bæta samskipti við fötluð börn.

2. júní verður námskeið fyrir fagfólk sem starfar með fötluðum börnum. Unnið verður að vitundarvakningu meðal starfsfólks og fjallað um hvernig hægt er greina mögulegt ofbeldi. Fjallað verður um áhættuþætti varðandi mismunandi tegundir ofbeldis og forvarnir til að draga úr áhættu á ofbeldi. Farið verður yfir fyrirkomulag þessara mála á Íslandi og viðeigandi viðbrögð gagnvart barni og fjölskyldu þegar grunur vaknar um ofbeldi.

Ráðstefnan er öllum opin en námskeiðið er ætlað fagfólki sem vinnur með fötluðum börnum. Æskilegt er að þeir sem sitja námskeiðið hafi sótt ráðstefnuna því hún leggur grunninn fyrir námskeiðið.

Tekið er á móti skráningu á netfangið bvs@bvs.is eða í síma 530 2600 fyrir 20. maí nk. Þátttökugjald er kr. 10.000,- fyrir ráðstefnu og námskeið en 6.000,- fyrir þá sem einungis sækja ráðstefnuna.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica