Annað námskeið vegna fylgdarlausra barna

Námskeið á vegum Barnaverndarstofu 15. desember nk. kl. 14-19

12 des. 2016

Barnaverndarstofa endurtekur námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að taka fylgdarlaus börn á flótta inn á heimili sín. Námskeiðið fer fram fimmtudaginn 15. desember nk. kl. 14:00 til 19:00 í fundarsal Barnaverndarstofu að Borgartúni 21. Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem höfðu samband við Barnaverndarstofu í kjölfar auglýsingar stofunnar.

Þeir sem hafa áhuga á að bætast í hópinn sem hugsanlegir umsækjendur um að taka á móti börnum í slíkum aðstæðum eru einnig velkomnir.

Tilgangur námskeiðs er að undirbúa umsækjendur undir hlutverkið með því að fræða þá um aðstæður og þarfir flóttabarna auk verklags og þjónustu á vegum ríkis og sveitarfélaga. Á námskeiðinu gefst þátttakendum einnig tækifæri til að meta eigin getu og aðstæður til að taka sér hlutverkið. Hér má nálgast dagskrá námskeiðs og hér er umfjöllun um fylgdarlaus börn á flótta og kröfur sem gerðar eru til vistforeldra og fósturforeldra. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Barnaverndarstofu í síma 530-2600 eða tölvupósti bvs@bvs.is


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica