Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn 10. október

7 okt. 2008

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er sameiginlegur vettvangur allra þeirra sem starfa að geðheilbrigðismálum hér á landi. Talið er að fjórði hver einstaklingur fái geðsjúkdóm einhvern tíma á lífsleiðinni og er algengt að þetta gerist þegar einstaklingar eru undir miklu álagi. Því má leiða að því líkum að hlutfallslega fleiri veikist þegar óvissuástand ríkir, líkt og það sem við búum við í þjóðfélaginu nú.

Þema dagsins
Undirbúningshópur geðheilbrigðisdagsins komst að þeirri niðurstöðu að megin áhersla ársins 2008 yrði á geðheilbrigði ungs fólks. Þar sem reynslan sýnir að forvarnastarf heppnast best ef nógu fljótt er gripið inn í. Auk þess sem talið er að þarfir þessa hóps og það andlega álag sem hann er undir hafi e.t.v. verið vanmetið.

Yfirskrift dagsins í ár er: ,,Hlúðu að því sem þér þykir vænt um." Þetta er jafnframt annað geðorðið, í röð geðorðanna tíu. Reynslan og rannsóknir sýna að uppbyggileg samvera gegnir lykilhlutverki í öllu forvarnastarfi og telja aðstandendur dagsins að geðorð tvö eigi vel við um uppbyggilega samveru foreldra og barna.

Dagskrá geðheilbrigðisdagsins
Dagskrá verður í Perlunni frá kl. 16 - 18 föstudaginn 10. október. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opnar dagskrá dagsins formlega og er hann jafnframt verndari dagsins. Síðan verður sambland af skemmtiatriðum og erindum sem tengjast málefninu. Að auki mun formaður velferðarráðs Reykjavíkur, Jórunn Frímannsdóttir, kynna stefnu borgarinnar í geðheilbrigðismálum í kjölfar yfirfærslu málflokksins frá ríki til sveitarfélags.

Nánari upplýsingar um dagskrá eru á: www.10okt.com

Samhliða dagskrá munu helstu aðilar sem koma að geðheilbrigðismálum á Íslandi kynna starfsemi sína. Fulltrúar þeirra verða með kynningarborð í Perlunni og taka á móti fyrirspurnum.

10okt.com
Heimasíða geðheilbrigðisdagsins var formlega opnuð á blaðamannafundi í Hagaskóla mánudaginn 6. október. Gert er ráð fyrir að vefsíðan verði í framtíðinni byggð upp og þróuð í samstarfi við ungt fólk, með það í huga að sinnt verði þörfum þeirra um geðræktarfræðslu og skipulagningu geðræktarviðburða. Samstarfsaðilar 10okt.com, Samtök íslenskra félagsmiðstöðva (Samfés) og þjónustumiðstöð Vesturbæjar, munu taka þátt í þessarri vinnu. Elín Eyþórsdóttir söngkona, sem tekur þátt í dagskránni 10 október, opnaði síðuna með því að skrá á hana fyrsta viðburðinn í geðræktarátakinu ,,eitt í einu einu”.

Skipuleggjendur geðheilbrigðisdagsins
Skipuleggjendur geðheilbrigðisdagsins í ár eru Barnaverndarstofa, Barna- og unglingageðdeild Landsspítalans (BUGL), Geðhjálp, Hugarafl, Klúbburinn Geysir, Landlæknir, Lýðheilsustöð - Geðrækt, Fulltrúi notenda á Geðsviði Landspítalans, Samfés, Umboðsmaður barna og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar.

Hér má sjá auglýsingu fyrir alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica