Fréttir (Síða 2)

Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2018 - 2021 sem og upplýsingar frá Barnahúsi.
Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barna- og fjölskyldustofu á árunum 2018, 2019, 2020 og 2021 sem og upplýsingar frá Barnahúsi.

Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda á árunum 2019 - 2021
Í þessari samantekt er að finna samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna á árunum 2019, 2020 og 2021. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast árlega á vefsíðu Barnaverndarstofu.

Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 9 mánuði 2019-2021
Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar
Nýjustu fréttir

Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis.
Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis en þetta er tileinkað þeim tímamótum að liðin eru 90 ár frá setningu fyrstu barnaverndarlaga hér á landi og rúmlega 25 ár síðan Barnaverndarstofa nú Barna- og fjölskyldustofa var sett á laggirnar. Sigrún Harðardóttir skrifaði undir samninginn fyrir hönd Háskóla Íslands og Ólöf Ásta Farestveit fyrir hönd Barna- og fjölskyldustofu. Skipuð verður 6-8 manna ritnefnd. Áætlað er að fræðiritið komi út fyrri hluta ársins 2024.