Fréttir


Vistforeldrar óskast fyrir fylgdarlaus börn á flótta

14.6.2023

Hefur þú áhuga á að taka inn á heimili þitt barn sem kemur án fylgdar fullorðinna til Íslands?

Óskað er eftir áhugasömu fólki sem er tilbúið að vista barn á heimili sínu til lengri eða skemmri tíma. Æskilegt er að þeir sem taka að sér börn í slíkum aðstæðum hafi áhuga á málefnum barna á flótta, mismunandi menningu þeirra, trú og hefðum og/eða tali tungumál þeirra. Jafnframt er æskilegt að viðkomandi hafi góða þekkingu á íslensku samfélagi og sé í stakk búin/n/ð að styðja við þátttöku barnsins í samfélaginu. Barna- og fjölskyldustofa mun bjóða uppá fræðslu fyrir verðandi vistforeldra. Mikilvægt er að umsækjendur hafi sveigjanlegan vinnutíma.

Áhugasamir sækja um á vef Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála www.gev.is
Hægt er að óska eftir frekari upplýsingum hjá Barna- og fjölskyldustofu s. 530-2600 Bofs@bofs.is

Nánari upplýsingar má nálgast hér


Þetta vefsvæði byggir á Eplica