Fréttir


Fréttasafn: nóvember 2017

27.11.2017 : Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgar áfram

Í þessari samantekt er að finna samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna á fyrstu níu mánuðum áranna 2015, 2016 og 2017. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í ársskýrslu Barnaverndarstofu. Einnig er hér að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2015, 2016 og 2017.

9.11.2017 : Barnaverndarmál í brennidepli

Barnaverndarstofa vekur athygli á umfjöllun Kastljóss frá því í gær, 8. nóvember 2017. Þar ræddu Heiða Björg Pálmadóttir, lögfræðingur Barnaverndarstofu, og Sindri Sindrason, dagskrárgerðarmaður, um stöðu barnaverndar hér á landi.

Tilefni umræðunnar var umfjöllun í fréttaskýringarþættinum Kveikur, sem sýndur var á RÚV 7. nóvember. 

Umfjöllun Kastljóss má finna hér

Fréttaskýringarþáttinn Kveik má sjá hér 

Fleiri greinar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica