Fréttir


Fréttasafn: maí 2019

17.5.2019 : Barnaverndarstofa auglýsir eftirfarandi störf til umsóknar

Barnaverndarstofa hefur í rúma tvo áratugi verið leiðandi í þjónustu við börn, þróun vandaðra vinnubragða og innleiðingu gagnreyndra aðferða. Stofnunin stendur á tímamótum vegna aukinna verkefna og eftirspurnar eftir þjónustu og leitar að öflugum sérfræðingum til starfa.

2.5.2019 : Heiða Björg Pálmadóttir er nýr forstjóri Barnaverndarstofu en hún hefur verið skipuð í embættið til fimm ára frá og með 1. apríl sl.

Guðrún Þorleifsdóttir hefur tekið við sem yfirlögfræðingur stofunnar en hún hefur starfað sem lögfræðingur hjá Barnaverndarstofu frá 2011. Jóhanna Lilja Birgisdóttir hefur verið ráðin í stöðu sérfræðings á meðferðar- og fóstursviði Barnaverndarstofu en hún hefur starfað sem sálfræðingur hjá Heilsugæslu Höfðuborgarsvæðisins síðan 2013

2.5.2019 : Framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019 - 2022

Áætlunin er umfangsmikil og er skipt niður í eftirfarandi átta stoðir:
A. Samstarf og heildarsýn í málefnum barna.
B. Breytingar á barnaverndarlögum.
C. Snemmtæk íhlutun og fyrirbyggjandi aðgerðir.
D. Stuðningur vegna barna á fósturheimilum.
E. Meðferð alvarlegs hegðunar- og vímuefnavanda.
F. Bætt verklag í barnavernd.
G. Kannanir, rannsóknir og gæðamat.
H. Eftirfylgni og innleiðing breytinga.

Fleiri greinar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica