Fréttir


Fréttasafn: maí 2013

31.5.2013 : Reynsla af tilraunaverkefni vegna heimilisofbeldis

Sem kunnugt er hófst tilraunaverkefni vegna heimilisofbeldis 15. september 2011, fyrst til sex mánaða, verkefninu var síðan framlengt til 31. desember 2012 og aftur til 1. júní 2013. Samstarfsaðilar Barnaverndarstofu eru lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes. Verkefninu lýkur 1. júní nk. og færast bakvaktir vegna heimilisofbeldismála því alfarið til barnaverndarnefnda á ný.

30.5.2013 : Childrens´s Voices - ráðstefna NFBO - norrænu samtakanna gegn illri meðferð á börnum í Nuuk, Grænlandi 26 - 28 ágúst 2014

Barnaverndarstofa vill benda áhugasömum á að NFBO hefur sent frá sér fyrstu auglýsingu vegna ráðstefnunnar Childrens Voices sem verður haldin í Nuuk á Grænlandi í ágúst 2014.

15.5.2013 : Vinnustofa um stuðning við seinfæra foreldra

Barnaverndarstofa stendur fyrir vinnustofu með dr. Maurice Feldman prófessor í sálfræði, dagana 24 og 28 maí nk. í fundarsal Barnaverndarstofu að Borgartúni 21 í samstarfi við rannsóknarsetur í fötlunarfræðum. Vinnustofunni er ætlað að þjálfa þátttakendur í að nota efni og gátlista sem dr. Feldman hefur þróað.

8.5.2013 : Brotin sjálfsmynd barna og ungmenna - ábyrgð fjölmiðla og foreldra - úrræði

N8mai2013no2

Morgunverðarfundur "Náum áttum" verður þann 15. maí nk. kl. 8:15 - 10:00 á Grand Hótel undir yfirskriftinni "Brotin sjálfsmynd barna og ungmenna" þar sem fjallað er um ábyrgð fjölmiðla og foreldra auk úrræða. Framsöguerindi flytja þær Elísabet Lorange listmeðferðarfræðingur hjá Foreldrahúsi, Vigdís Jóhannesdóttir markaðsráðgjafi hjá pipar/TPWA og Katrín Anna Guðmundsdóttir jafnréttishönnuður. Sjá nánar auglýsingu. Skráning er hjá náum áttum fyrir kl. 15 þriðjudaginn 14. maí nk. Hér má nálgast viðtal við Katrínu Önnu Guðmundsdóttur þar sem fjallað er um lífseigar klisjur í auglýsingum.

3.5.2013 : Árangur af stuðningsúrræðum fyrir börn, unglinga og foreldra þeirra

Árlegt málþing Ís-Forsa er haldið í samstarfi við Barnaverndarstofu og Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd. Málþingið verður 14. maí 2013 kl. 14.00-16.00 í Háskóla Íslands, Odda, stofu 101.

Dagskrá málþingsins má sjá hér.

Málþingið er opið öllum

Félagar í Ís-Forsa eru hvattir til að koma með veggspjöld um rannsóknir og þróunarverkefni sín.

Aðgangseyrir er 2.500 kr. greiðist við inngang eða reikningur sendur á stofnanir.

Nemendur í fullu námi greiða ekki aðgangseyri, aðrir nemendur greiða kr. 1.000.

Skráning er á netfangið rbf@hi.is.

Fleiri greinar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica