Fréttir


Fréttasafn: 2017

27.11.2017 : Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgar áfram

Í þessari samantekt er að finna samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna á fyrstu níu mánuðum áranna 2015, 2016 og 2017. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í ársskýrslu Barnaverndarstofu. Einnig er hér að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2015, 2016 og 2017.

9.11.2017 : Barnaverndarmál í brennidepli

Barnaverndarstofa vekur athygli á umfjöllun Kastljóss frá því í gær, 8. nóvember 2017. Þar ræddu Heiða Björg Pálmadóttir, lögfræðingur Barnaverndarstofu, og Sindri Sindrason, dagskrárgerðarmaður, um stöðu barnaverndar hér á landi.

Tilefni umræðunnar var umfjöllun í fréttaskýringarþættinum Kveikur, sem sýndur var á RÚV 7. nóvember. 

Umfjöllun Kastljóss má finna hér

Fréttaskýringarþáttinn Kveik má sjá hér 

12.10.2017 : Viðkvæmir hópar - líðan og neysla

Sálfræðiþjónusta í heilsugæslu - Auður Erla Gunnarsdóttir sálfræðingur hjá heilsugæslunni Hvammi. Hópurinn okkar - Funi Sigurðsson sálfræðingur og forstöðumaður á Stuðlum. Ungt fólk í endurhæfingu - Hrefna Þórðardóttir sviðsstjóri endurhæfingabrauta og sjúkraþjálfari hjá Janusi - endurhæfingu.

12.10.2017 : Starf sérfræðings á meðferðar- og fóstursviði Barnaverndarstofu

Samskipti og ráðgjöf við barnaverndarnefndir, fósturforeldra, meðferðaraðila á vegum Barnaverndarstofu og aðra fagaðila vegna skipulags og framkvæmdar þjónustu við börn í tilteknum úrræðum.

  • Umfjöllun og afgreiðslu umsókna sem felur meðal annars í sér mat á upplýsingum barnaverndarnefnda og annarra fagaðila um umönnunar-/meðferðarþörf barna og viðeigandi þjónustu.

  • Leiðbeiningar og gæðaeftirlit við gerð og framkvæmd meðferðarmarkmiða og -áætlana vegna barna á fóstur- eða meðferðarheimilum, m.a. börn sem glíma við alvarlega hegðunar- og/eða tilfinningaerfiðleika.

6.10.2017 : Umfjöllun um Barnahús og PROMISE verkefnið á ISPCAN ráðstefnunni í Haag

Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu var einn af aðalfyrirlesurum á ráðstefnunni en einnig tóku nokkrir aðilar tengdir PROMISE verkefninu til máls og sögðu frá mismunandi hliðum Barnahúsa módelsins. Niðurstaðan af þessum umræðum var að mörg lönd lýstu áhuga sínum  á innleiðingu og borgaryfirvöld í Haag gáfu frá sér yfirlýsingu um áætlaða opnun fyrsta Barnahússins þar í borg í januar 2019

25.9.2017 : Ráðstefna um PRIDE námsefnið

Barnaverndarstofa tók þátt í ráðstefnu um PRIDE sem haldin var í Prag dagana 7-10 september sl. PRIDE vísar í námskeið sem kallast Foster Pride og er bandarískt að uppruna og var innleitt hér á landi sem undirbúningsnámskeið fyrir fósturforeldra og mat á hæfni þeirra sjá nánar

20.9.2017 : Barnahús í Skotlandi

Barnaverndarstofa skipulagði vettvangsheimsókn fyrir skosku sendinefndina í Barnahús og að auki tveggja daga fræðslu fyrir hópinn um hugmyndafræðina að baki Barnahúss, framrás þess í Evrópu og þau áhrif sem sú framrás hefur haft á alþjóðavettvangi m.a. á samþykktir Evrópuráðsins.  Að fræðslunni komu fulltrúar embættis Héraðssaksóknara, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, réttargæslumanna, Landspítala og Barnaverndar Reykjavíkur auk þess sem dómari greindi frá reynslu sinni af Barnahúsi.


15.9.2017 : Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgar áfram.

Í þessari samantekt er að finna samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna á fyrstu sex mánuðum áranna 2015, 2016 og 2017. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í ársskýrslu Barnaverndarstofu. Einnig er hér að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu sex mánuðum áranna 2015, 2016 og 2017.

14.8.2017 : ISPCAN ráðstefna í Haag "Multidisciplinary Interagency Approaches to the Prevention and Treatment of Child Abuse & Neglect"

Undirþemu eru: The Voice of the Child, Domestic Violence, Sexual & Physical Abuse, Human Trafficking, Refugee Children, Child Protection Systems, Emerging Issues

Síða 1 af 3

Fleiri greinar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica