Fréttir


Fréttasafn: mars 2015

31.3.2015 : Trappan - Loksins á Íslandi

Dagana 16 og 17. mars sl. hélt Inger Ekbom, félagsráðgjafi frá Svíþjóð, námskeið í Fjölskyldusetri Reykjanesbæjar fyrir fagfólk sem vinnur með börnum sem búa við eða hafa búið við heimilisofbeldi. Inger Ekbom er annar höfunda meðferðarúrræðisins Trappan en það er notað af fagaðilum félagsþjónustunnar víðs vegar í Svíþjóð og Finnlandi auk þess sem Trappan hefur verið kennd á háskólastigi í Svíþjóð til margra ára. Námskeiðið var styrkt af Velferðarvakt ríkisins fyrir tilstilli Velferðarvaktar Suðurnesja.

4.3.2015 : Barnahús til umræðu á fundi í Lávarðadeild breska þingsins (House of Lords)

Á fundi í Lávarðardeild breska þingsins þann 3. mars voru kynntar tillögur að nýskipan viðbragðs- og þjónustukerfis fyrir börn sem hafa sætt kynferðisofbeldi. Tillögurnar fela m.a. í sér að komið verði á fót allt að 5 barnahúsum að íslenskri fyrirmynd í London á næstu árum.

Fleiri greinar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica