Fréttir


Fréttasafn: september 2017

25.9.2017 : Ráðstefna um PRIDE námsefnið

Barnaverndarstofa tók þátt í ráðstefnu um PRIDE sem haldin var í Prag dagana 7-10 september sl. PRIDE vísar í námskeið sem kallast Foster Pride og er bandarískt að uppruna og var innleitt hér á landi sem undirbúningsnámskeið fyrir fósturforeldra og mat á hæfni þeirra sjá nánar

20.9.2017 : Barnahús í Skotlandi

Barnaverndarstofa skipulagði vettvangsheimsókn fyrir skosku sendinefndina í Barnahús og að auki tveggja daga fræðslu fyrir hópinn um hugmyndafræðina að baki Barnahúss, framrás þess í Evrópu og þau áhrif sem sú framrás hefur haft á alþjóðavettvangi m.a. á samþykktir Evrópuráðsins.  Að fræðslunni komu fulltrúar embættis Héraðssaksóknara, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, réttargæslumanna, Landspítala og Barnaverndar Reykjavíkur auk þess sem dómari greindi frá reynslu sinni af Barnahúsi.


15.9.2017 : Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgar áfram.

Í þessari samantekt er að finna samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna á fyrstu sex mánuðum áranna 2015, 2016 og 2017. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í ársskýrslu Barnaverndarstofu. Einnig er hér að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu sex mánuðum áranna 2015, 2016 og 2017.

Fleiri greinar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica