Fréttir


Fréttasafn: júní 2018

29.6.2018 : Norræn ráðstefna um velferð barna 5 til 7 september 2018. Harpa tónlistar og ráðstefnuhús Reykavík.

Auglysing-heimasidu-litil

Nýttu tækifærið til að kynnast því nýjasta frá Norðurlöndunum í velferðarmálum barna.
Haltu með okkur uppá tuttugu ára afmæli íslenska Barnahússins.  Hlustaðu á áhugaverða fyrirlestra frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Færeyjum og Englandi.  Taktu þátt í málstofum þar sem gefinn er tími til umræðna og skoðanaskipta. Allir fyrirlestrar og flestar málstofur verða á ensku. Njóttu þess að borða góðan mat og hitta fólk á skemmtilegum stað.  Skráðu þig núna á Norræna ráðstefnu um velferð barna.

29.6.2018 : Útskrift nýrra PMTO meðferðaraðila.

Athöfnin fór fram í Norræna húsinu og voru góðir gestir til staðar til að fagna áfanganum. Þetta er í síðasta sinn sem meðferðarmenntunin er á vegum miðstöðvarinnar og mun nýr hópur hefja meðferðarnám í haust á vegum Endurmenntunar HÍ í samstarfi við Miðstöð PMTO-FORELDRAFÆRNI.   

14.6.2018 : Nýjar rannsóknarniðustöður sýna góða frammistöðu Íslendinga á sviði innleiðingar gagnreyndra meðferðarúrræða vegna aðlögunarvanda barna

Greinin, sem ber yfirheitið „Implementing an Evidence-Based Intervention for Children in Europe: Evaluating the Full-Transfer Approach“, fjallar um innleiðingu gagnreyndrar meðferðar (Parent Management Training – Oregon aðferð: PMTO) til að fást við aðlögunarvanda barna, einkum hegðunarerfiðleika, í þremur Evrópulöndum; Íslandi, Danmörku og Hollandi. Þrír höfundanna eru Íslendingar, þau Margrét Sigmarsdóttir, Edda Vikar Guðmundsdóttir og Örnólfur Thorlacius.

Fleiri greinar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica