Fréttir


Fréttasafn: mars 2020

31.3.2020 : Ofbeldi og vanræksla gagnvart börnum geti aukist í ástandi sem þessu

Faraldur kórónuveirunnar hefur orðið til þess að mun fleiri halda sig nú heima við en alla jafna og getur það haft ýmis áhrif á heimilislíf fjölskyldna. Heiða segir sérstaka ástæðu til þess að hafa áhyggjur af ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum á tímum sem þessum. „Alltaf þegar það kemur einhver krísa hjá fjölskyldum þá er ástæða til þess að hafa áhyggjur af börnunum. Kvíði, álag, streita hjá foreldrum eykur líkurnar á ofbeldi og vanrækslu.“ Heiða leggur áherslu á að ef fólk hefur áhyggjur af barni þá er einfaldasta leiðin að tilkynna það til 112. 112 tekur við tilkynningum fyrir barnaverndarnefndir og kemur þeim áfram og barnaverndarnefndir eru með bakvaktir allan sólarhringinn og geta alltaf gripið inn í ef þörf er á.

24.3.2020 : Skilaboð til barna og unglinga

Líður þér illa eða hefur þú áhyggjur af því hvernig einhver annar hefur það? 

Þá getur þú haft samband beint við barnaverndina þar sem þú býrð – en þú getur líka alltaf hringt í Neyðarlínuna 112.

 

23.3.2020 : Skotar færast nær Barnahúsi að íslenskri fyrirmynd

Í byrjun mars kom opinber sendinefnd frá Skotlandi í heimsókn til Íslands til að skoða Barnahúsið okkar. Í sendinefndinni voru fulltrúar frá samtökunum Children 1st, lögregluyfirvöldum, dómskerfinu, heilbrigðiskerfinu og félagsþjónustu Skotlands sem vildu kynna sér reynslu Íslendinga. 

10.3.2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar.

Velferð og heilsa starfsfólks og skjólstæðinga er í forgangi. Miða áætlanir og viðbrögð að því að takmarka eins og kostur er að starfsfólk veikist og/eða smiti aðra starfsmenn og að samfélagið í heild verði í stakk búið til að takast á við afleiðingar veirunnar. Hefur Barnaverndarstofa því gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja að þjónusta við börn falli ekki niður.

Opnunartími afgreiðslu í Borgartúni 21 og símsvörun í 530 2600 verður styttur og verður næstu vikur 10 – 15. Áfram verður hægt að ná í einstaka starfsmenn með tölvupósti og ávallt er hægt að senda póst á bvs@bvs.is.

Takmörkun á fundahöldum og heimsóknum. Ráðgjöf mun fara fram eins og kostur er í gegnum síma, netpóst eða með fjarfundarbúnaði. Fjölda fundarmanna verður haldið í lágmarki á þeim fundum sem haldnir verða.

Breytingar á mönnun á meðferðarheimilum miða að því að draga úr líkum á að smit berist milli deilda, starfsmanna eða til barna. Dregið verður úr komum utanaðkomandi eins og mögulegt er. Ráðstafanir í sömu átt verða gerðar í Barnahúsi og í MST teymum Barnaverndarstofu.

Með ofangreindum viðbrögðum vonast Barnaverndarstofa til þess að hægt verði að halda úti eins hefðbundinni þjónustu og mögulegt er.

Daglega er farið yfir stöðuna hjá Barnaverndarstofu og ef breytingar verða gerðar á ofangreindu verða tilkynningar þess efnis settar á heimasíðu stofunnar.

6.3.2020 : Viðbragðsáætlun Barnaverndarstofu við COVID-19 virkjuð

Viðbragðsáætlun Barnaverndarstofu við COVID-19 faraldrinum hefur verið virkjuð. Við gerð áætlunarinnar var stuðst við landsáætlun Almannavarna um heimsfaraldur og viðbragðsáætlun félagsmálaráðuneytisins. Áætlunin miðar að því að lágmarka áhrif heimsfaraldurs á starfsemi Barnaverndarstofu og tryggja skipulögð og samræmd viðbrögð ef til slíks faraldurs kemur. Ábyrgð á framkvæmd viðbragðsáætlunarinnar er í höndum forstjóra Barnaverndarstofu.

Fleiri greinar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica