Fréttir: 2020 (Síða 2)

Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands og Barnaverndastofa efla samstarf um kennslu og rannsóknir - 29 maí 2020

Efla á rannsóknir og kennslu á sviði barnaverndar samkvæmt samstarfssamningi sem fulltrúar Háskóla Íslands og Barnaverndarstofu undirrituðu í vikunni.

Nýtt skipurit Barnaverndarstofu tekur gildi 1. júní nk. - 26 maí 2020

Nýtt skipurit er hugsað til að efla enn frekar og styrkja þá þjónustu sem Barnaverndarstofa veitir bæði börnum og barnaverndarnefndum og við gerð þess var hugsað til mikilvægi þess við að hagsmunir barna yrðu ávallt í forgrunni hjá stofunni. Var því sérstaklega litið til 3. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins við gerð nýs skipurits.

Barnaverndarstofa auglýsir til umsóknar tvær stöður sérfræðinga í PMTO foreldrafærni. - 18 maí 2020

Umsóknarfrestur framlengdur til og með 28 maí nk.

Fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefnda í apríl 2020Fleiri börn og foreldrar tilkynna í gegnum neyðarlínuna 112 og fleiri tilkynnendur telja börnin vera í yfirvofandi hættu - 11 maí 2020

Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar og hafa ekki áður borist fleiri tilkynningar á landsvísu í einum mánuði á tímabilinu janúar 2019 til febrúar 2020. Einnig eru vísbendingar um að tilkynningum um vanrækslu gegn börnum sé að fjölga. Mikilvægt er að fylgjast með því á næstu vikum og mánuðum hver þróunin verður í þessum málaflokkum.

Forstjóri Barnaverndarstofu skipaður í sérfræðihóp á vegum Evrópuráðsins - 5 maí 2020

Forstjóri Barnaverndarstofu, Heiða Björg Pálmadóttir, hefur verið skipuð í sérfræðingahóp á vegum Evrópuráðsins varðandi ofbeldi gegn börnum, ásamt sjö öðrum evrópskum sérfræðingum, eftir tilnefningu frá félagsmálaráðuneytinu.

Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgar; frá börnum, foreldrum og nágrönnum. Fjölgun tilkynninga þar sem börn eru talin í bráðri hættu er mikið áhyggjuefni - 20 apr. 2020

Einnig er áhyggjuefni aukning tilkynninga þar sem börn eru beitt líkamlegu ofbeldi og aukning tilkynning vegna andlegs ofbeldis gagnvart börnum. Þá fjölgar einnig tilkynningum þar sem börn verða fyrir heimilisofbeldi. Heldur hefur dregið úr tilkynningum vegna áhættuhegðunar barna en mikilvægt verður að fylgjast vel með næstu vikum og mánuðum til að sjá hver þróunin verður. Hér fyrir neðan er fjallað um helstu niðurstöður greiningar Barnaverndarstofu ásamt grein Heiðu Bjargar Pálmadóttur forstjóra vegna stöðunnar.

Það sem af er ári hafa rúmlega 3.000 tilkynningar vegna 2.427 barna borist til barnaverndarnefnda landsins - 7 apr. 2020

Flestar tilkynningarnar eru vegna vanrækslu á börnum, samtals 1.304, næst koma tilkynningar vegna áhættuhegðunar barna, 838 talsins og svo koma samtals 861 tilkynningar um ofbeldi gagnvart börnum.

Vernd barna - þú skiptir sköpum - 3 apr. 2020

Mikilvægt er að allir sem hafa áhyggjur af aðstæðum barna hafi samband við barnaverndarnefnd. Neyðarlínan 112 tekur við tilkynningum allan sólarhringinn.

Nú skiptir mjög miklu máli að samfélagið allt taki sig saman með það að markmiði að vernda börnin okkar. Við berum öll ábyrgð á því að fylgjast með þegar áhyggjur eru af börnum, berum öll ábyrgð á að bjóða fram aðstoð til þeirra fjölskyldna sem þurfa hjálp, berum öll ábyrgð á því að láta vita þegar eitthvað er að í lífi barns.

Hægt er að hafa beint samband við barnaverndarnefndir sveitarfélaganna í síma eða í gegnum heimasíður þeirra. Það er líka alltaf hægt að hringja í Neyðarlínuna - 112. 

Hér getur þú skoðað nýtt kynningarmyndband um tilkynningarskylduna.

 

Hér er hægt að lesa grein sem birtist á visi.is í dag um af hverju það er mikilvægt að við séum öll barnavernd og látum vita af aðstæðum barna. 

Heida

 

Vernd barna - þú skiptir sköpum

Börn virðast ekki vera sérstaklega næm fyrir kórónaveirunni en þau eru samt sem áður viðkvæmur hópur sem huga þarf aðvegna faraldursins

 

 

 

Hér er hlekkur á grein með skilaboðum til barna og ungmenna sem líður ekki vel og þurfa að hafa samband

Saman getum við sem samfélag haldið verndarhendi yfir börnunum okkar.
Börnin treysta á okkur. Við treystum á ykkur. Við erum öll barnavernd.

 

 

 

Ofbeldi og vanræksla gagnvart börnum geti aukist í ástandi sem þessu - 31 mar. 2020

Faraldur kórónuveirunnar hefur orðið til þess að mun fleiri halda sig nú heima við en alla jafna og getur það haft ýmis áhrif á heimilislíf fjölskyldna. Heiða segir sérstaka ástæðu til þess að hafa áhyggjur af ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum á tímum sem þessum. „Alltaf þegar það kemur einhver krísa hjá fjölskyldum þá er ástæða til þess að hafa áhyggjur af börnunum. Kvíði, álag, streita hjá foreldrum eykur líkurnar á ofbeldi og vanrækslu.“ Heiða leggur áherslu á að ef fólk hefur áhyggjur af barni þá er einfaldasta leiðin að tilkynna það til 112. 112 tekur við tilkynningum fyrir barnaverndarnefndir og kemur þeim áfram og barnaverndarnefndir eru með bakvaktir allan sólarhringinn og geta alltaf gripið inn í ef þörf er á.

Síða 2 af 3

Fleiri greinar


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica