Fréttir


Fréttasafn: 2020 (Síða 3)

24.3.2020 : Skilaboð til barna og unglinga

Líður þér illa eða hefur þú áhyggjur af því hvernig einhver annar hefur það? 

Þá getur þú haft samband beint við barnaverndina þar sem þú býrð – en þú getur líka alltaf hringt í Neyðarlínuna 112.

 

23.3.2020 : Skotar færast nær Barnahúsi að íslenskri fyrirmynd

Í byrjun mars kom opinber sendinefnd frá Skotlandi í heimsókn til Íslands til að skoða Barnahúsið okkar. Í sendinefndinni voru fulltrúar frá samtökunum Children 1st, lögregluyfirvöldum, dómskerfinu, heilbrigðiskerfinu og félagsþjónustu Skotlands sem vildu kynna sér reynslu Íslendinga. 

10.3.2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar.

Velferð og heilsa starfsfólks og skjólstæðinga er í forgangi. Miða áætlanir og viðbrögð að því að takmarka eins og kostur er að starfsfólk veikist og/eða smiti aðra starfsmenn og að samfélagið í heild verði í stakk búið til að takast á við afleiðingar veirunnar. Hefur Barnaverndarstofa því gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja að þjónusta við börn falli ekki niður.

Opnunartími afgreiðslu í Borgartúni 21 og símsvörun í 530 2600 verður styttur og verður næstu vikur 10 – 15. Áfram verður hægt að ná í einstaka starfsmenn með tölvupósti og ávallt er hægt að senda póst á bvs@bvs.is.

Takmörkun á fundahöldum og heimsóknum. Ráðgjöf mun fara fram eins og kostur er í gegnum síma, netpóst eða með fjarfundarbúnaði. Fjölda fundarmanna verður haldið í lágmarki á þeim fundum sem haldnir verða.

Breytingar á mönnun á meðferðarheimilum miða að því að draga úr líkum á að smit berist milli deilda, starfsmanna eða til barna. Dregið verður úr komum utanaðkomandi eins og mögulegt er. Ráðstafanir í sömu átt verða gerðar í Barnahúsi og í MST teymum Barnaverndarstofu.

Með ofangreindum viðbrögðum vonast Barnaverndarstofa til þess að hægt verði að halda úti eins hefðbundinni þjónustu og mögulegt er.

Daglega er farið yfir stöðuna hjá Barnaverndarstofu og ef breytingar verða gerðar á ofangreindu verða tilkynningar þess efnis settar á heimasíðu stofunnar.

6.3.2020 : Viðbragðsáætlun Barnaverndarstofu við COVID-19 virkjuð

Viðbragðsáætlun Barnaverndarstofu við COVID-19 faraldrinum hefur verið virkjuð. Við gerð áætlunarinnar var stuðst við landsáætlun Almannavarna um heimsfaraldur og viðbragðsáætlun félagsmálaráðuneytisins. Áætlunin miðar að því að lágmarka áhrif heimsfaraldurs á starfsemi Barnaverndarstofu og tryggja skipulögð og samræmd viðbrögð ef til slíks faraldurs kemur. Ábyrgð á framkvæmd viðbragðsáætlunarinnar er í höndum forstjóra Barnaverndarstofu.

10.2.2020 : 112-dagurinn verður haldinn um allt land þriðjudaginn 11. febrúar: Viðbragðsaðilar standa vaktina í umferðinni á 112-deginum

112-dagurinn er samstarfsverkefni stofnana og félagasamtaka sem annast margvíslega neyðarþjónustu, almannavarnir og barnavernd í landinu. Þau eru: 112, Barnaverndarstofa, Embætti landlæknis, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslan, Landspítalinn, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Rauði krossinn, Ríkislögreglustjórinn, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Vegagerðin, Samgöngustofa og samstarfsaðilar um allt land.

23.1.2020 : Barnaverndarstofu falið að hýsa ofbeldismiðstöð

IMG_3881Það skiptir miklu máli að ís­lenskt sam­fé­lag átti sig á því við hvernig aðstæður sum börn búa og að við ger­um okk­ar besta til að bæta aðstæður þeirra. Til þess að geta gert það þá skipta töl­fræðiupp­lýs­ing­ar miklu máli. Ef við vit­um ekki hver staðan er þá get­um við ekki brugðist við henni segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu

23.1.2020 : Barnaverndarstofu falið að hýsa ofbeldismiðstöð

IMG_3881Það skiptir miklu máli að ís­lenskt sam­fé­lag átti sig á því við hvernig aðstæður sum börn búa og að við ger­um okk­ar besta til að bæta aðstæður þeirra. Til þess að geta gert það þá skipta töl­fræðiupp­lýs­ing­ar miklu máli. Ef við vit­um ekki hver staðan er þá get­um við ekki brugðist við henni segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu

15.1.2020 : Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgar áfram

Í þessari samantekt er að finna samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu þeirra fyrstu níu mánuði 2017, 2018 og 2019. Einnig er hér að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á þessum sama tíma 

Síða 3 af 3

Fleiri greinar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica