Fréttir


Barnaverndarstofa vekur athygli á á Norrænni ráðstefnu um velferð barna og forráðstefnu vegna 20 ára afmælis Barnahúss

3.9.2018

Hér er hægt að lesa fréttatilkynninguna í heild sinni!

Barnaverndarstofa vekur athygli á á Norrænni ráðstefnu um velferð barna (NBK2018) og forráðstefnu vegna 20 ára starfsafmælis hins íslenska Barnahúss dagana 5. - 7. september nk.
Báðar ráðstefnurnar verða haldnar í Hörpu. Yfir 400 sérfræðingar frá Norðurlöndum og víðar eru skráðir á ráðstefnuna um velferð barna og á þriðja hundrað á afmælisráðstefnu um Barnahús. 

Á ráðstefnunum munu tala heimsþekktir sérfræðingar í málefnum barna, þ.á.m.: 

· Marta Santos Pais, sérlegur sendifulltrúi aðalritara Sameinuðu þjóðanna varðandi ofbeldi gegn börnum og einn af sérfræðingunum á bak við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.  

· Kirsten Sandberg, fulltrúi Noregs í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna  

· Eileen Munro prófessor við LSE sem m.a. tók út breska barnaverndarkerfið eftir ,,Baby P" málið svo kallaða og hefur verið í fararbroddi við breytingar á enska og írska barnaverndarkerfinu.  

· Michael E. Lamb, prófessor í sálfræði við Háskólann í Cambridge, sérfræðingur í rannsóknarviðtölum við börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi.  

· Dr. Monica Fitzgerald sérfræðingur við Háskólann í Colorado at Boulder varðandi meðferð barna sem hafa orðið fyrir ofbeldi. 


Félags- og jafnréttismálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, mun setja ráðstefnuna um velferð barna þann 5. september kl 16:00 og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mun slíta henni um kl: 12 45 þann 7. september.  

Dagskrár beggja ráðstefnanna ,,Barnahus a travelling idea – The 20th anniversary of Barnahus in Iceland" og norrænu ráðstefnunnar ,,The Nordic Congress on Child Welfare" má sjá hér: https://nbk2018.is/programme/  

Við viljum endilega koma og tala um ráðstefnuna og innihald hennar við fjölmiðla og einnig er möguleiki á að fá sérfræðinga í viðtöl ef áhugi er á.
Áhugasamir hafi vinsamlegast samband við Heiðu Björgu Pálmadóttur settan forstjóra Barnaverndarstofu eða Pál Ólafsson sviðsstjóra Barnaverndarstofu í síma 530 2600 (á skrifstofutíma) eða 6632101.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica