Fréttir


Fylgdarlaus börn - vistforeldrar

Námskeið á vegum Barnaverndarstofu 17. maí nk. kl. 14-19

21.4.2017

Tilgangur námskeiðs er að undirbúa umsækjendur undir hlutverkið með því að fræða þá um aðstæður og þarfir flóttabarna auk verklags og þjónustu á vegum ríkis og sveitarfélaga. Á námskeiðinu gefst þátttakendum einnig tækifæri til að meta eigin getu og aðstæður til að taka sér hlutverkið. Hér má nálgast dagskrá námskeiðs og hér er umfjöllun um fylgdarlaus börn á flótta og kröfur sem gerðar eru til vistforeldra og fósturforeldra. Nánari upplýsingar og skráning er í síma 530-2600 eða tölvupósti bvs@bvs.is


Þetta vefsvæði byggir á Eplica