Fréttir


Lokaráðstefna PROMISE verkefnisins - innleiðing Barnahúsa í Evrópu

Launching the European Barnahus Movement

12.6.2017

Á síðustu mánuðum og misserum hafa verið opnuð barnahús í Litháen, Eistlandi, Lettlandi, Ungverjalandi og Möltu en í undirbúningi er opnun húsa á Kýpur, í Hollandi og Englandi auk þess sem unnið er að sama markmiði m.a. í Írlandi, Skotlandi, Þýskalandi, Póllandi, Búlgariu, Ukraínu og Þýskalandi.

Á ráðstefnunni sem ber heitið "Launching the European Barnahus Movement" verða yfir 90 þátttakendur frá meira en 30 löndum. Það er vitað að margir fleiri hafa áhuga á þessu málefni og góðu fréttirnar eru þær að það verður hægt að horfa á ráðstefnuna á tengli sem er að finna á síðu Promise: " a live stream of the conference" en einnig verður þar hægt að horfa á upptökuna síðar. Búast má við að framlag Íslands í þessari merku þróun verði til umfjöllunar af hálfu fleiri en eins frummælenda á ráðstefnunni en þrír fyrirlesarar eru frá Íslandi. Hér er hægt að finna umfjöllun um fyrirlesara, "Speakers Presentation".

Á heimasíðu Promise er hægt að finna upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar  "Agenda". Hér er einnig hægt að finna efni sem gefið hefur verið út tengt verkefninu  "Publications". 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica