Fréttir


Myndfundabúnaður - bætt þjónusta við barnaverndarnefndir

13.5.2003

Barnaverndarstofa hefur skrifað undir samning við Grunn-Gagnalausnir ehf um kaup á myndfundabúnaði sem komið verður fyrir í fundarsal stofnunarinnar í Borgartúni 21. Búnaðurinn verður settur upp fljótlega og stefnt er að því að hann verði kominn í fulla notkun seinni hluta sumars.

Við væntum þess að búnaðurinn komi að góðum notum í samskiptum við barnaverndarnefndir og aðra samstarfsaðila okkar út um landið. Stefnt er að því að þegar Málstofur verða teknar upp aftur í haust verði þær sendar út með hjálp þessa búnaðar og að fræðslustarf stofunnar færist í framtíðinni að verulegu leyti í þennan sama farveg. Einnig mun hann vonandi gagnast okkur vel í erlendu samstarfi Barnavendarstofu sem er sífellt að aukast.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica