Fréttir


Auglýsing um rekstur meðferðarheimilis að Geldingalæk

18.6.2003

Barnaverndarstofa leitar eftir fólki til að taka að sér rekstur
meðferðarheimilis Barnaheilla á Geldingalæk. Geldingalækur er staðsettur á Rangárvöllum í u.þ.b. 100 km. fjarlægð frá Reykjavík. Um er að ræða meðferðarheimili fyrir börn á grunnskólaaldri þar sem fram fer enduruppeldi, meðferð, nám, vinna og starf með fjölskyldum skjólstæðinganna. Heimilið er einkarekið skv. þjónustusamningi við Barnaverndarstofu. Búseta á staðnum er skilyrði. Leitað er eftir fólki sem m.a. býr yfir eftirfarandi kostum:

- reynslu og menntun á sviði meðferðar barna og unglinga
- reynslu af fjölskyldumeðferð
- áhuga og getu til að skapa börnunum jákvætt fjölskylduumhverfi
- góðum samskiptahæfileikum


Æskilegt er að viðkomandi geti hafið starf eigi síðar en 1. sept. 2003. Umsóknarfrestur er til 27. júní, 2003 og skal skila umsóknum til Barnaverndarstofu, Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir forstjóri eða staðgengill hans í síma 530 2600. Athugið að upplýsingar um Barnaverndarstofu sem og meðferðarheimilið að Geldingalæk má finna á þessari heimasíðu undir langtímameðferðarheimili

Þetta vefsvæði byggir á Eplica