Fréttir


Námskeið um aðferðina "Aggression Replacement Training"

17.8.2004

Smellið hér til að sjá dagskrá
Þann 16. og 17. september næstkomandi munu Þroskaþjálfafélag Íslands, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Barnaverndarstofa í samstarfi standa fyrir námskeiði um aðferðir Aggression Replacement Training. Námskeiðið verður haldið á Grand Hotel - Reykjavík.
Aðalleiðbeinandi verður Luke Moynahan sálfræðingur á Glenne Senter í Vestfold fylki í Noregi sem er þekkingarsetur fyrir einhverfu og skylda þroskaröskun.

Aggression Replacement Training (Goldstein & Glick, 1988;Goldstein, Glick og Gibbs 1998/2000) er vel ígrunduð og árangursrík aðferð til að fyrirbyggja og draga úr erfiðri hegðun hjá börnum og ungu fólki, t.d. þeim sem greinst hafa með þroska-og atferlisröskun, þ. á m. af völdum ofvirkni. Frá því að ART var kynnt fyrir u.þ.b. 15 árum hefur prófessor Arnold P. Goldstein og samstarfsmenn hans, við Háskólann í Syracuse í Bandaríkjunum staðið fyrir þróun aðferðinnar. ART hefur náð útbreiðslu víða í Bandaríkjunum sem og í fleiri löndum svo sem Svíþjóð, Noregi og á Bretlandi.

ART þjálfun byggir á þremur grunnatriðum;
Félagsfærniþjálfun (Skillstreaming),
Sjálfstjórnarþjálfun (Anger Control Training),
Þjálfun í félagslegri aðlögun/nálgun og siðgæði (Moral Reasoning Training)
Hver flokkur er þjálfaður einu sinni í viku, þjálfunin fer fram í litlum hópum með tveimur þjálfum í 40 – 45 mínútur í senn. Þjálfunin miðar að skilvirkri yfirfærslu á aðstæður daglegs lífs. Hún tekur að jafnaði um 12 vikur og byggir að miklu leyti á því að læra með þátttöku í hlutverkaleik (roleplay). Árangur er metinn á markvissan og reglubundinn hátt, m.a. með gátlistum. Foreldrar og þjónustuaðilar (kennarar, tómstundafræðingar, þroskaþjálfar, uppeldisfulltrúar, starfsmenn meðferðarstofnana o.s.frv.) eru virkir í þjálfun hvers einstaklings.

Námskeiðið fer fram á ensku og námskeiðsgjald er kr. 15.000,-
Þátttaka tilkynnist á www.throska.is eða á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur í síma 535 5000 eða á netfang erlag@grunnskolar.is fyrir 30. ágúst nk..

Þeir sem vilja kynna sér aðferðir ART nánar er bent á meðfylgjandi grein og eftirtaldar vefsíður;
www.glennesenter.no, www.oasen.com, www.ungart.no, www.agressionreplasementtraining.org og á www.skolestua.hive.no

Þetta vefsvæði byggir á Eplica