Fréttir


Beiting úrræða í barnaverndarmálum, mörkin milli stuðnings og þvingunar og ákvörðunarferlið.

24.8.2004

Út er komin hjá Barnaverndarstofu ný rannsókn sem nefnist: „Beiting úrræða í barnaverndarmálum, mörkin milli stuðnings og þvingunar og ákvörðunarferlið. Hlutur Íslands í norrænni samanburðarrannsókn“.

Rannsóknin er unnin í samvinnu við Norðmenn og Dani og var styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Stjórnandi rannsóknarinnar var Turid Vogt Grinde, sálfræðingur og rannsakandi hjá NOVA, en hún vann norska hlutann ásamt Vigdisi Bunkholdt, sálfræðingi. Danski hlutinn var unninn af Tine Egelund og Signe Andrén Thomsen hjá Socialforskningsinstituttet og kom þeirra skýrsla út árið 2002. Íslenski hlutinn gerði Anni G. Haugen, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu. Síðar í haust mun koma út norræn skýrsla, þar sem ákveðnir þættir barnaverndarstarfsins eru bornir saman með það í huga að reyna að skýra hvað það er sem ræður, þegar barnaverndarstarfsmenn eru að meta hvort rétt sé að taka barn af heimili eða veita því og fjölskyldu þess stuðning á heimilinu.

Skýrsluna er nú að finna á heimasíðu Barnaverndarstofu undir útgefið efni, en skýrsluna má einnig fá hjá Barnaverndarstofu og kostar hún kr. 2.500,-

Þetta vefsvæði byggir á Eplica