Fréttir


Foster Pride námskeið hefst 18.september nk

25.8.2004

Laugardaginn 18. september nk. hefst Foster Pride námskeið fyrir verðandi og starfandi fósturforeldra. Skilyrði til þátttöku er að viðkomandi hafi samþykki barnaverndarnefndar í heimilisumdæmi sínu sem fósturforeldri. Námskeiðið stendur yfir frá 18. september til 12. nóvember. Námskeiðið verður helgarnar 18. og 19. september, 16. og 17. október og föstudaginn 12. nóvember. Á milli tímanna fara leiðbeinendur í heimsóknir á heimili þátttakenda, 3-4 heimsóknir á hvert heimili.

Foster Pride er bandarískt að uppruna og uppbyggt sem undirbúningsnámskeið og úttektarferli fyrir fósturforeldra. Þar sem stefnan er að þeir sem hafa sótt námskeiðið gangi fyrir við val á fósturforeldrum er þeim boðið að taka þátt sem áður hafa fengið leyfi Barnaverndarstofu. Ef um hjón eða sambýlisfólk er að ræða er skilyrði að báðir sæki námskeiðið. Hámark þátttakenda á námskeiðinu eru 20 og mikilvægt að allir geti mætt alla daga námskeiðsins. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Barnaverndarstofu að Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Leiðbeinendur verða Hildur Sveinsdóttir og Soffía Ellertsdóttir. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu en þátttakendur standa straum af ferðakostnaði og uppihaldi á meðan námskeið stendur yfir

Þetta vefsvæði byggir á Eplica