Fréttir


Starfsmannahandbók

5.7.2005

Barnaverndarstofa hefur gefið út starfsmannahandbók stofnunarinnar þar sem meðal annars er mörkuð starfsmannastefna. Markmið starfsmannastefnu Barnaverndarstofu er að stuðla að því að stofnunin hafi ávallt á að skipa hæfu og áhugasömu starfsfólki er vinnur af einurð að verkefnum stofnunarinnar og býr við starfsumhverfi sem skapar möguleika fyrir það að dafna og vaxa í starfi og samhæfa starf og fjölskyldulíf. Í starfsmannahandbókinni er jafnframt að finna jafnréttisstefnu Barnaverndarstofu og undirstofnana þar sem staðfest er að jafnrétti kynjanna verði haft í huga við alla stefnumótun, ákvarðanatöku og áætlanagerð. Stefna Barnaverndarstofu er að hver starfsmaður verði metinn á eigin forsendum og að gætt skuli fyllsta jafnréttis milli karla og kvenna svo að mannauður stofnunarinnar nýtist sem best. Í handbókinni er einnig fjallað um aðra helstu þætti er lúta að starfsmannamálum svo sem skipulag og starfslýsingar, ráðningar, starfsþróun, starfskjör og launamál, vinnubrögð og starfsaðstæður.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica