Fréttir


Átak Sameinuðu þjóðanna: ofbeldi gegn börnum

18.7.2005

Í nóvember 2001 samþykkti allsherjarþing S.Þ. að láta framkvæma ítarlega alþjóðlega rannsókn á ofbeldi gegn börnum. Ákveðið var að rannsóknin tæki m.a. til ofbeldis gegn börnum innan fjölskyldunnar, í skólum, á stofnunum og í nærsamfélaginu, þar sem áhersla væri lögð á breytilegar myndir ofbeldis t.d. líkamlegra refsinga, vanrækslu og eineltis. Dagana 5-7 júlí var haldin ráðstefnan “Act Now: Stop Violence Against Children; Regional Consultation for the UN Study on Violence Against Children”, í Ljubljana, Slóveníu. Þátt tóku sendinefndir frá ríkjum Evrópu og Mið Asíu en tilgangur ráðstefnunnar var að ræða áfangaskýrslur sem teknar hafa verið saman um þessi viðfangsefni og samhæfa sjónarmið og aðgerðir ríkjanna til að stemma stigu við hvers konar ofbeldi gegn börnum. Sams konar ráðstefnur eru haldnar í öllum heimsálfum um þessar mundir. Ríkisstjórn Slóveníu skipulagði ráðstefnuna í samvinnu við Barnahjálp S.Þ., UNICEF, og Evrópuráðið. Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu var einn af ráðstefnustjórum fundarins.
Nánari upplýsingar um rannsóknina og niðurstöður ráðstefnunnar má finna á vefsíðunni http://www.violencestudy.org/europe-ca/

Þetta vefsvæði byggir á Eplica