Fréttir


Ræða hennar hátignar Silviu drottningar

11.10.2005

Eins og fram hefur komið var fyrsta Barnahúsið í Svíþjóð opnað með formlegum hætti hinn 30. september sl. Hennar hátign Silvía drottning klippti á borða við opnun hússins og flutti stutt ávarp við þetta tilefni. Í ávarpinu, sem lesa má hér í íslenskri þýðingu, kemur fram hvað heimsókn hennar í íslenska Barnahúsið fyrir ári síðan hafði haft mikil áhrif á hana. Það hlýtur að vera okkur mikið gleðiefni að hafa haft jafn mikil áhrif á þróun þessa málaflokks í Svíþjóð og raun ber vitni um. Það er táknrænt fyrir þetta að Svíar hafa ákveðið að nota nafnið “Barnahus”, sem er að sjálfsögðu íslenska heitið og er þannig nýyrði í sænsku máli!

Athöfnin var mjög hátíðleg en hana sóttu á þriðja hundrað manns. Forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson, flutti ræðu við þetta tilefni, sem lesa má hér í íslenskri þýðingu. Áður var haldinn fjölsóttur fréttamannafundur, sem Bragi tók þátt í ásamt fulltrúum þeirra stofnana og níu sveitarfélaga sem að Barnahúsinu í Linköping standa. Fram kom á þeim fundi að víða í Svíþjóð er nú unnið að undirbúningi fleiri Barnahúsa, t.d. í Stokkhólmi, Umeå og Malmö, í samræmi við tilmæli sænska dómsmálaráðherrans, en hann heimsótti íslenska barnahúsið á sínum tíma.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica