Fréttir


Norræn barnaverndarráðstefna

30.8.2006

Dagana 24. – 27. ágúst var haldin norræn barnaverndarráðstefna í Kaupmannahöfn. Þátttakendur voru tæplega 500 þar af 22 Íslendingar. Yfirskrift ráðstefnunnar var Nýir tímar – ný börn, starfsaðferðir – menntun – rannsóknir. (Nye tider – nye börn, praksis – uddannelse – forskning). Aðalfyrirlesarar komu frá öllum Norðurlöndunum og einn frá “Free University of Bozen,” á Ítalíu. Hrefna Friðriksdóttir, lögfræðingur á Barnaverndarstofu var einn fyrirlesara og nefndist hennar fyrirlestur: “Saksbehandling af domstoler: Hensynet til barnets beste i saker om tvangsplassering og fratakelse af foreldreansvar” og fjallaði um málsmeðferð dómstóla í þvingunarmálum og reynsluna sem fengist hefur frá því lögin tóku gildi árið 2002 og fram til 1. nóvember 2005. Þrjár íslensker málstofur voru haldnar: Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, fjallaði um ályktun Evrópuráðsins um réttindi barna á stofnunum; Hrönn Þormóðsdóttir, verkefnastjóri, og Rán Ingvarsdóttir, lögfræðingur, báðar starfsmenn Barnaheilla, fjölluðum um barnaklám á netinu og dr. Guðný Eydal, lektor og Sigríður Jónsdóttir, sviðstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar fjölluðu um fátækt barna. Fyrirlestrana verður fljótlega hægt að nálgast á heimasíðu ráðstefnunnar www.nbk2006.dk og nokkrir þeirra verða einnig á heimsíðu Barnaverndarstofu, www.bvs.is

Þetta vefsvæði byggir á Eplica