Fréttir


Ráðstefna Barnaheilla Ný tækni - sama sagan, kynferðislegt ofbeldi gegn börnum.

18.9.2007

Ráðstefna Barnaheilla - Save the Children á Íslandi verður haldin í Norræna húsinu þann 11. október frá kl. 9.00-17.00.

Meirihluti íslenskra barna notar Netið daglega til fróðleiks og skemmtunar. En hversu berskjölduð eru börn fyrir áreiti og ofbeldi á Netinu? Hvar stendur íslenskt samfélag í þessum málum í alþjóðlegu samhengi og hvaða stefnu eigum við að taka til að vernda börnin okkar?

Á ráðstefnunni gefst stjórnendum og fagfólki í málefnum barna tækifæri til að hlýða á íslenska og erlenda sérfræðinga og taka þátt í stefnumótandi umræðum.

Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna á heimasíðu Barnaheilla.

Hér má sjá nánari upplýsingar um ráðstefnuna.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica