Fréttir


Áttunda Foster Pride námskeiði fyrir fósturforeldra að ljúka

10.10.2007

Áttunda Foster Pride námskeiði lýkur 2. nóvember næstkomandi. Foster Pride námskeiðin eru námskeið fyrir fósturforeldra áður en þeir taka börn í fóstur en á námskeiðinu fer einnig ákveðið hæfnismat fram. Starfandi fósturforeldrum er einnig ráðlagt að sækja námskeiðið. Þátttakendur á síðasta námskeiði voru 19 og komu víðs vegar af landinu. Einnig tóku þátt tveir starfsmenn Reykjavíkurborgar.

Næsta Foster Pride námskeið verður haldið í febrúar nk. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Barnaverndarstofu í síma 530-2600. Einnig er hægt að senda tölvupóst á Hildi Sveinsdóttur á hildur@bvs.is til að fá frekari upplýsingar.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica