Fréttir


Samningur Evrópuráðs um vernd barna gegn kynferðislegri misbeitingu og kynferðisofbeldi

25.10.2007

Í dag var Samningur Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misbeitingu og kynferðisofbeldi lagður fram til undirritunnar aðildarríkjanna. Samningurinn markar tímamót þar sem hann er fyrsti alþjóðasamningurinn sem gerður hefur verið um þetta efni. Samningurinn er afar yfirgripsmikill og tekur hann m.a. til forvarna, málsmeðferðar í réttarvörslukerfinu, refsiákvæða, stuðnings fyrir börn sem sætt hafa kynferðisofbeldi, meðferðar kynferðisbrotamanna og alþjóðasamstarfs á þessu sviði.
Bragi Guðbrandsson vann að gerð samningsins fyrir hönd íslenskra stjórnvalda, en kveðið er á um það sérstaklega í aðgerðaráælun ríkisstjórnarinnar til að styrkja stöðu barna að hann skuli yfirfarinn með fullgildingu hans í huga. Alls undirrituðu 23 aðildarríki Evrópuráðsins samninginn við framlagningu hans, þ.m.t. öll Norðurlöndin nema Ísland.

Samninginn má sjá hér

Þetta vefsvæði byggir á Eplica