Fréttir


Alþingi samþykkir framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum

10.6.2008

Haustið 2007 sendi Barnaverndarstofa félagsmálaráðuneyti tillögu að stefnumarkandi áætlun til fjögurra ára í samræmi við Áætlun þessi er unnin á grundvelli 5. gr. barnaverndarlaganna en er einnig í samræmi við 7. gr. reglugerðar nr. 1061/2004 um framkvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjárreiðum ríkisstofnana í A-hluta þar sem segir að forstöðumenn beri ábyrgð á gerð langtímaáætlunar sem skuli endurspegla stefnumörkun og megináherslur í starfsemi stofnunar. Barnaverndarstofa lagði fyrst fram tillögu í þessum efnum árið 2005 en hún hlaut þá ekki afgreiðslu.

Það var Barnaverndarstofu sérstakt fagnaðarefni að félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir ákvað að stefnumarkandi áætlun Barnaverndarstofu skyldi lögð fyrir Alþingi sem framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga. Er það í fyrsta sinn sem það er gert en ákvæði þess efnis hefur verið í lögum síðan 2002. Alþingi samþykkti framkvæmdaáætlunina nú í þinglok. Það er trúa stofunnar að með áætluninni gætu skapast nýjar forsendur fyrir markvissu barnaverndarstarfi á vettvangi ríkisins.

Hér má sjá þingsályktunartillöguna.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica