Fréttir


Fræðsla um fjölkerfameðferð (MST)

8.9.2008

Fimmtudaginn 2. október 2008 mun Barnaverndarstofa standa fyrir fræðslu um fjölkerfameðferð (MST) á Grand Hótel Reykjavík frá kl. 9-12.

Barnaverndarstofa hefur sem kunnugt er ráðið starfsfólk í eitt teymi fyrir fjölkerfameðferð sem mun hefja störf aðra vikuna í nóvember. Fjölkerfameðferð er þjónusta við fjölskyldur unglinga 12-18 ára sem stríða við fjölþættan hegðunarvanda á heimili, skóla og nærumhverfi. Markmiðið er að ekki þurfi að vista barnið á stofnun, að það búi heima, stundi skóla eða vinnu, beiti ekki ofbeldi, noti ekki vímuefni og komist ekki í kast við lögin.

Það er mikilvægt fyrir framkvæmdina að lykilaðilar í umhverfi þeirra fjölskyldna sem þjónustunnar njóta, séu upplýstir um MST aðferðina og tilgang hennar. Meðferðarinngrip snúa að ýmsum kerfum samfélagsins og eru háð velvilja og samvinnu þeirra. Þess vegna viljum við bjóða barnaverndarstarfsmenn, fólk úr félags- og skólaþjónustu, lögreglu og öðrum stöðum velkomið á fræðslufyrirlestur Marshall Swenson sem verður staddur hér á landi til að hafa eftirlit með innleiðingunni.

Í upphafi verður stutt kynning á íslensku og síðan er fyrirlestur á ensku. Aðgangur er ókeypis en vinsamlega tilkynnið þátttöku til: ingibjorg@bvs.is

Fyrirlesari: Marshall E. Swenson MSW, MBA,
Vice President for New Program Development, MST Services, Mt. Pleasant\Charleston, South Carolina, USA.

Efni: Yfirlit yfir MST meðferðarmódelið
• Primary goals of MST
• Theoretical underpinnings of MST
• Social-ecological model
• Causal models of delinquency and drug use
• Research overview and examples of the effectiveness studies of MST
• The Missouri Delinquency Project
• The “Simpsonville, SC” Project
• Community-based replications
• Current and ongoing research on MST
• How MST is “specified” and practiced
• The Nine MST Treatment Principles
• Outcomes, Quality Control, and Adherence Monitoring

Hér má sjá auglýsingu um fræðsludaginn.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica