Fréttir


Minnum á ráðstefnu Blátt áfram dagana 19-20 maí 2009

15.5.2009

Ráðstefna Blátt áfram um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gagnvart börum verður haldin í Háskólanum í Reykjavík dagana 19-20 maí 2009. Markmið ráðstefnunnar er að skoða þær leiðir sem færar eru til að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Meðal fyrirlesara eru David Burton sem fjallar um rannsóknir og samanburð á meðferðarúrræðum fyrir unga gerendur. Hann mun einnig kynna helstu meðferðarúrræði fyrir þolendur ofbeldis. Þá mun Linn Getz vera með erindi um áföll í æsku en rannsóknir gefa til kynna að rekja megi orsakir sjúkdóma á fullorðinsárum og ótímabærs dauða til áfalla í æsku. Britt Fredenman mun kynna verkefni sem ætlað er að hjálpa unglingstúlkum sem misnota vímuefni, margar stúlknanna hafa orðið fyrir ofbeldi og tengir hún misnotkun vímuefna til þess. Einnig verður kynning á nokkrum úrræðum og verkefnum á þessu sviði hér á landi, þ.e. Barnahúsi, fræðsluefni á vegum Þroskahjálpar, SAFT, Stígamótum, Sólstöfum Vestfjarða og Blátt áfram.

Fyrirlestrar verða á ensku og íslensku, sjá dagskrá.

Skráning er á www.blattafram.is

Þetta vefsvæði byggir á Eplica