Fréttir


Börn eiga rétt á vernd og umönnun á ferð um landið sem og í heimabyggð

27.7.2009

Sumarið er tíminn þar sem flestir njóta þess að taka frí frá vinnu og hversdagsleika en ferðalög, ættarmót, heimsóknir og grill taka við. Ferðinni er gjarna heitið í sveitina til að njóta náttúrunnar og slaka á með fjölskyldunni og kappkosta tjaldstæði víða um land að þjónusta ferðamenn sem best.

Vert er að minna á það að börn eru á ábyrgð foreldra sinna og ung börn ekki fær um að sjá um sig sjálf á tjaldstæði fremur en annars staðar. Þá gilda reglur um útivist barna á tjaldstæðum sem og annars staðar. Af og til koma því miður upp tilvik þar sem ung börn eru ein á ferð og árvökulir tjaldgestir lenda í erfiðleikum með að hafa uppi á foreldrum. Í sumum tilvikum reynast foreldrar ófærir um að annast börn sín sökum ölvunarástands.

Í þeim tilvikum þar sem foreldrar vanrækja umsjá og eftirlit barna sinna á að hafa samband við 1-1-2 þar eru neyðarverðir sem taka við tilkynningum í umboði barnaverndarnefnda. Neyðarverðir 1-1-2 geta kallað út starfsmann barnaverndarnefndar í viðkomandi sveitarfélagi sem gerir viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi barnsins. Hringdu – þótt þú sért í vafa!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica