Fréttir


Tvær norrænar barnaverndarráðstefnur árið 2012

11.7.2011

Norrænu samtökin gegn illri meðferð á börnum (NFBO) standa fyrir ráðstefnu í Bergen dagana 14. til 16. maí 2012. Samtökin standa fyrir ráðstefnum annað hvert ár og eru þær samráðsvettvangur ólíkra faghópa sem koma að barnavernd í víðri merkingu þess orðs, félagsráðgjafar, sálfræðingar, barnalæknar o.s.frv. Formaður samtakanna er Gunnar Sandholt, félagsmálastjóri í Skagafirði. Samtökin eru aðili að ISPCAN (International Society for the Prevention of Child Abuse and Neglect, www.ispcan.org). Um er að ræða sjöundu ráðstefnuna á vegum samtakanna og er þema ráðstefnunar "Ofbeldi og vanræksla í fjölmenningarlegu sjónahorni: tækifæri og áskoranir." Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér. Nú er komin ítarlegri auglýsing þar sem m.a. er kallað eftir rannsókna- og þróunarverkefnum til kynningar á ráðstefnunni. Frestur til að skila inn útdrætti að slíku rennur út 31. janúar 2012. Hér má nálgast síðari tilkynningu.

Síðari ráðstefnan verður haldin dagana 12. til 14. september 2012 í Stokkhólmi. Norræna barnaverndarráðstefnan (NBK) er samstarfsverkefni milli Norðurlandanna og eru ráðstefnurnar haldnar þriðja hvert ár. Barnaverndarstofa er aðili að þessu samstarfi og tekur þátt í undirbúningi ráðstefnunnar. Nánari upplýsingar er að finna hér.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica