Fréttir


Staðlar fyrir vistun eða fóstur barna

15.8.2011

Barnaverndarstofa hefur endurskoðað staðla fyrir vistun eða fóstur barna á vegum barnaverndaryfirvalda sem fyrst voru gefnir út árið 2008. Staðlarnir eru árangur samstarfsverkefnis yfir 30 Evrópuríkja og tók Barnaverndarstofa virkan þátt í því starfi. Athygli er vakin á að staðlarnir byggja á frásögnum barna á stofnunum, barna í fóstri, kynforeldra, fósturforeldra og starfsfólks á stofnunum sem veittu ómetanlega innsýn í reynsluheim barna sem vistast utan heimilis.

Staðlarnir eru ætlaðir til að skilgreina kröfur um verklag, bæta gæði umönnunar og meðferðar og treysta öryggi og rétt barna sem vistuð eru utan heimilis á Íslandi. Staðlarnir hafa einnig verið notaðir sem viðmið við eftirlit á störfum starfsmanna barnaverndaryfirvalda og á umönnun og meðferð barna. Gert er ráð fyrir að allir starfsmenn barnaverndarnefnda á Íslandi fái eintök af stöðlunum sem og starfsmenn meðferðarheimila og vistheimila og aðrir þeir sem koma að barnavernd og umönnun barna vistuð utan heimilis. Hér má nálgast staðlana en þá er að finna á vefsíðu Barnaverndarstofu undir útgefið efni.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica