Fréttir


Lanzarote-nefnd Evrópuráðsins mælir með Barnahúsi

5.11.2012

Þá hefur Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu verið skipaður fulltrúi Íslands í nefnd Evrópuráðsins sem hefur eftirlit með framkvæmd samningsins, en nefndin sem gjarnan er nefnd Lanzarote-nefndin hefur sett sér reglur um verklag og framkvæmd eftirlitsins sjá hér.

Ein af fyrstu ákvörðunun Lanzarote-nefndarinnar var að óska eftir heimsókn í Barnahúsið og fór hún fram í lok maí sl. Þar gafst nefndinni tækifæri til að kynnast starfseminni og hitta að máli fulltrúa allra þeirra aðila sem koma að vinnslu kynferðisbrota gegn börnum á Íslandi. Þátttakendur voru frá Héraðsdómi Suðurlands, ríkissaksóknara, lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Landspítalanum, Barnavernd Reykjavíkur auk starfsfólks Barnahúss. Óhætt er að fullyrða að nefndinni hafi þótt mikið til koma ef marka má umsagnir nefndarmanna til Evrópuráðsins og samantekt. Á fundi nefndarinnar sem haldinn var í Strassborg í síðasta mánuði var síðan tekin ákvörðun um að nefndin leitaði leiða til að kynna Barnahús með það að markmiði að hugmyndafræði þess verði hrint í framkvæmd í fleiri aðildarríkjum ráðsins.

Þess má geta að í nýlegu kynningarefni ráðsins um barnvinsamlegt réttarkerfi er íslenska Barnahúsið í brennidepli. Þá vinnur Evrópuráðið nú að gerð heimildamyndar um starfsemi Barnahúss sem gert er ráð fyrir að verði tilbúin til dreifingar síðar á þessu ári.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica