Fréttir


Unglingar sem sýna óviðeigandi kynhegðun.

Hvernig á að hvetja þá og fjölskyldur þeirra til samstarfs

18.8.2013

Föstudaginn 30 september kl 11 - 12 30 í sal Barnaverndarstofu.  
Fyrirlesari er David Prescott. Hann hefur víðtæka reynslu af því að veita unglingum og fjölskyldum þeirra meðferð í Bandaríkjunum síðastliðin 25 ár og starfar nú sem forstöðumaður fag- og gæðaþróunar hjá Becket Family of Services (http://www.becket.org).

David Prescott hefur birt fjölda fræðigreina, skrifað bækur og bókarkafla auk þess sem hann hefur haldið fræðsluerindi víða um heim. Auk birtra greina um hvetjandi samtöl hefur hann skrifað um mat og meðferð unglinga og fullorðinna sem hafa misnotað aðra kynferðislega. Nýjustu skrif hans eru á sviði hvetjandi samtala og heimsókn hans hingað til lands er liður í að fylgja eftir nýútkomnum bókum sínum.

Nýjar bækur eftir David Prescott:
Awakening Motivation for Difficult Changes, (2013) í samvinnu við Robin J. Wilson. Verður fáanleg í sumar, útgefandi er NEARI Press.
Enhancing Motivation in Treatment: A Case Study and Professional Development Planning Method, (2013). Útgefandi NEARI Press.
Nánari upplýsingar um David Prescott má finna á http://www.davidprescott.net


Þetta vefsvæði byggir á Eplica