Fréttir


Réttur til verndar virkni og velferðar - Barnaverndarþing 2014

Barnaverndarstofa vekur athygli á tveggja daga ráðstefnu sem haldin verður dagana 25. og 26. september n.k. Nánari upplýsingar með því að smella á hnapp ráðstefnunnar hér til hægri! 

18.7.2014

Barnaverndarstofa heldur nú í fyrsta sinn ráðstefnu sem við höfum valið að kalla „Barnaverndarþing“ og verður haldin 25. og 26. september 2014 á Hilton Reykjavík Nordica. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Réttur til verndar, virkni og velferðar“ og verður fjallað um efnið út frá margvíslegum sjónarhornum. Á ráðstefnunni verða tveir aðalfyrirlestrar báða dagana en annars skiptist ráðstefnan í málstofur m.a. um snemmbæra íhlutun, gagnreyndar aðferðir, fræðslu, forvarnir og meðferð, kynferðislegt- og heimilisofbeldi, áfallameðferð, fósturmál, viðurkennt verklag og samvinna stofnana, þróunarverkefni og kynningar. Aðalfyrirlesarar verða: Trond Waage, fyrrum umboðsmaður barna í Noregi og núverandi alþjóðlegur sérfræðingur um réttindi barna, Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu og nýkjörinn formaður Lanzarotenefndar Evrópuráðsins, Henrik Andershed prófessor í sálfræði og aðstoðarprófessor í afbrotafræði við Háskólann í Örebro í Svíþjóð og Bernadette Christensen frá Adferdsentret i Noregi.

Eitt af meginhlutverkum Barnaverndarstofu er að veita fræðslu og stuðla að þróun á sviði barnaverndarmála og er ætlunin að Barnaverndarþingin verði haldin framvegis annað hvert ár. Við vonumst til þess að þátttakan verði góð og það er ósk okkar að þessi viðburður verði einn stærsti faglegi vettvangur þeirra sem tengjast barnavernd í víðum skilningi þess orðs. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga og tilhlökkun fyrir þessari ráðstefnu og hvetjum við ykkur til að koma og taka þátt í því að gera Barnaverndarþing að þeim áhugaverða og faglega atburði sem við viljum að það verði.

Hlökkum til að sjá þig!
Undirbúningsnefndin


Þetta vefsvæði byggir á Eplica