Fréttir


Allsgáð með allt á hreinu í sumar!

Viðhorf foreldra hafa mikil áhrif á áfengisneyslu barna. Kaupum ekki áfengi fyrir börn og unglinga - Styðjum börn og ungmenni til þroskandi og uppbyggilegra viðfangsefna - Verjum tíma með börnum okkar - Verum góðar fyrirmyndir!

18.7.2014


Mikið er um sumarhátíðir og hverja helgi í sumar er boðið uppá bæjarskemmtun eða fjölskylduhátíð auk fjölmargra útihátíða um sjálfa verslunarmannahegina. Á þessum tíma ársins eru börn og unglingar utan skóla og ekki í jafn vernduðu umhverfi og yfir vetrartímann. Því er mikilvægt að foreldrar og samfélagið í kringum unglinga standi vörð um velferð þeirra þegar kemur að neyslu vímuefna á skipulögðum hátíðum sem óskipulögðum.

Forvarnaverkefnið „allsgáð, með allt á hreinu“ stendur nú yfir eins og nokkur undanfarin sumur. Markmið þess er að vekja athygli á forvörnum um verslunarmannahelgina og kostum þess að vera allsgáð þegar ferðast er um vegi og útivistarsvæði . Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að huga að gildum forvarnastarfs og góðra fyrirmynda.

Heimasíða verkefnisins - Allsgáð - með allt á hreinu!


Þetta vefsvæði byggir á Eplica