Fréttir


Laust starf þerapista í Fjölkerfameðferð - MST

Laus er til umsóknar staða MST þerapista. Um er að ræða fullt starf. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi á sviði heilbrigðis- eða félagsgreina og hafa góða faglega þekkingu og reynslu af meðferðarvinnu.

27.8.2014

Fjölkerfameðferð (Multisystemic Therapy – MST) er gagnreynd meðferð með fjölskyldum unglinga með alvarlegan hegðunarvanda og /eða vímuefnavanda sem annars þyrftu vistun utan heimilis. Meðferðin fer fram á heimili og í nærsamfélagi fjölskyldunnar í samstarfi við skóla og aðra lykilaðila. MST miðar að því að draga úr vandanum með því að efla bjargráð foreldra og bæta samheldni og samskipti í fjölskyldu. Aðgengi er að meðferðaraðilum (þerapistum) í síma allan sólarhringinn.

STARF ÞERAPISTA Í FJÖLKERFAMEÐFERÐ
Laus er til umsóknar staða MST þerapista. Um er að ræða fullt starf. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi á sviði heilbrigðis- eða félagsgreina og hafa góða faglega þekkingu og reynslu af meðferðarvinnu. Þerapistar starfa undir stjórn sálfræðings sem er handleiðari og teymisstjóri, eftir meðferðarreglum og aðferðum MST, í samstarfi við erlendan MST sérfræðing. Í byrjun fá starfsmenn 5 daga grunnþjálfun í MST og reglulega þjálfun í framhaldi.

Nánari upplýsingar um starfið og ráðningarskilyrði er að finna á Starfatorgi (www.starfatorg.is)

Við úrvinnslu umsókna um störfin gildir mat Barnaverndarstofu á hæfni og eiginleikum umsækjenda. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.

Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst n.k. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Allar umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests ef starf losnar að nýju. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Barnaverndarstofu í síma 530 2600.
Umsóknir skulu berast til Barnaverndarstofu, Borgartúni 21, 105 Reykjavík eða á netfangið bvs@bvs.is


Þetta vefsvæði byggir á Eplica