Fréttir


Barnaverndarþing 2014 - FRÉTTATILKYNNING

24.9.2014

Á þinginu verður varpað fram fjölmörgum áleitnum spurningum varðandi barnavernd, s.s:

  • Þarf að stokka upp barnaverndarkerfinu á Íslandi?

  • Er rannsókn á tilkynningum til barnaverndarnefnda áfátt?

  • Er vinnsla barnaverndarmála í lagi?

  • Virkar meðferð fyrir börn og unglinga vegna neyslu og áhættuhegðunar?

  • Er hægt að bæta uppeldisaðstæður á heimilum barna og geta foreldrar orðið betri foreldrar og hvað þarf svo að vel takist til?

  • Hvernig náum við til barna sem hafa verið beitt ofbeldi eða upplifað heimilisofbeldi?

  • Hvaða stuðning er hægt að veita fjölskyldum og börnum sem orðið hafa fyrir ofbeldi eða annars konar áföllum?

  • Er tæling barna gegnum netið algeng?

  • Hvar eiga erfiðustu börnin heima?

Hægt er að fá nánari upplýsingar um þingið og fyrirlestra með því að smella á hnappinn til hægri hér á síðunni eða með því að hafa samand við eftirfarandi aðila, sem einnig geta hafa milligöngu um viðtöl við fyrirlesara:

Halldór Hauksson, s. 891-9212

Heiðu Björgu Pálmadóttur, s. 898-6521

Pál Ólafsson, s. 663-2101


Þetta vefsvæði byggir á Eplica