Fréttir


Barnahús ykkar til fyrirmyndar segir Thorbjörn Jagland, framkvæmdarstjóri Evrópuráðsins.

24.6.2015

Ákveðinn mælikvarði. Jagland sagði m.a. í samtali við Morgunblaðið þann 6. júní sl. að Ísland stæði framarlega í mannréttindamálum í Evrópu. Það hefði lengi legið fyrir. „Það eru mjög fá mál sem berast Mannréttindadómstól Evrópu frá Íslandi, sem er ákveðinn mælikvarði á frammistöðu landa á sviði mannréttindamála. Þó mun ég hvetja íslensk stjórnvöld á mánudag til þess að leggja áherslu á að ljúka við lagasetningu gegn kynþátta- og kynjamisrétti. Slík lög eru mikilvægt tæki í baráttunni gegn mismunun. Raunar er um helmingur aðildarlanda Evrópuráðsins í sömu stöðu og Ísland, að svona lagasetning er ekki frágengin og því beiti ég mér á þessu sviði þegar ég heimsæki aðildarlöndin"
Fyrirmynd fyrir Evrópu „Það hvernig þið á Íslandi hafið staðið að Barnahúsi og þeirri starfsemi sem þar fer fram, þegar grunur leikur á að börn hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi, er fyrirmynd fyrir okkur hin í Evrópu," sagði Jagland. Hann bendir á að Ísland hafi verið fyrsta landið í Evrópu, árið 1998, til þess að opna barnahús, þar sem barnavinsamlegt viðmót, sérfræði og læknisþjónusta standi börnunum til boða. Evrópuráðið vilji beita sér fyrir því að baranhús að íslenskri fyrirmynd séu opnuð um alla Evrópu. Átta slíka barnahús séu nú starfrækt í Noregi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica