Fréttir


Formleg opnun Barnahúss í Litháen

Formleg opnunarathöfn fyrsta barnahússins í Litháen fór fram í Vilnius fyrr í dag.

3.6.2016

Velferðarráðherra Litháen, Algimanta Pabendinskiene, bauð forstjóra Barnaverndarstofu til þessarar athafnar og fluttu þau bæði ávörp af þessu tilefni. Fram kom í máli ráðherrans að Litháar meta mikils þá hvatningu og vinnuframlag sem Íslendingar hafa innt af hendi til að gera Barnahúsið í Vilnius að veruleika. Í máli Braga Guðbrandssonar kom m.a. fram að Litháar eru fyrsta þjóðin utan Norðurlandanna sem kemur á fót barnahúsi en unnið er að undirbúningi þess á meðal fleiri þjóða í Evrópu, þ.m.t. í Englandi, Lettlandi og Kýpur. Þá hefur Evrópusambandið veitt umtalsverðu fjármagni til að innleiða barnahús í Evrópu og taka nú 12 þjóðir þátt í því verkefni.
Hér er hægt að sjá opinbera umfjöllun frá Litháen um opnunina

Hér er sama umfjöllun þýdd af Bing yfir á ensku






Þetta vefsvæði byggir á Eplica