Fréttir


Götubörn og munaðarlaus börn í Austur- Evrópu, erindi og sýning heimildarmyndar

14.7.2003

Breytingar á samfélagsgerð ríkja í Austur-Evrópu hafa verið stórstígar sl. áratug í kjölfar skipbrots Sovétríkjanna. Jákvæð áhrif þeirra eru óumdeilanleg en þær hafa ekki gerst sársaukalaust. Sjónir alþjóðasamfélagsins hafa undanfarið beinst að þeim þjóðfélagshóp sem einkum hefur orðið illa úti, en það eru þau börn sem við lökustu lífskjörin búa. Dr. Tatiana Balachova gegnir rannsóknarstöðu í klínískri sálfræði við háskólann í Oklahoma og er einn helsti sérfræðingur heims í aðstæðum barna í A-Evrópu. Hún er frá St. Pétursborg og lauk doktorsnámi við ríkisháskólann í Leningrad. Hún er þekktur fyrirlesari jafnt vestan hafs sem og á meginlandi Evrópu. Eftir hana liggja tugi fræðigreina og bóka um barnavernd og velferðarmál barna.

Dr. Balashova heldur fyrirlestur á vegum Barnaverndarstofu á Grand Hótel föstudaginn 22. ágúst kl. 13:00 um götubörn og munaðarlaus börn í A-Evrópu. Þar mun hún fjalla um þær hrikalegu aðstæður sem eru hlutskipti milljóna barna í þessum heimshluta. Jafnframt mun verða sýnd heimildarmyndin "Children Underground" , átakanleg verðlaunamynd sem hefur vakið gríðalega athygli og lýsir lífsbaráttu og daglegu lífi heimilislausra barna.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á Barnaverndastofu sem fyrst en þátttaka er takmörkuð við 60 manns. Aðgangur er ókeypis.

Lýsing á efni myndarinnar

Yfirlýsing frá framleiðanda/leikstjóra

Þetta vefsvæði byggir á Eplica