Fréttir


Fréttasafn: 2017 (Síða 3)

20.4.2017 : Námskeið fyrir fósturforeldra

Barnaverndarstofa var með námskeið dagana 3. og 31. mars sl. fyrir fólk sem er með börn í fóstri vegna ættartengsla eða annarra tengsla. Samkvæmt 9. gr. reglugerðar um fóstur nr. 804/2004 ber þeim, sem sækja um að taka barn í fóstur að sækja námskeið á vegum Barnaverndarstofu áður en leyfi er veitt.

8.3.2017 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu

Í þessari samantekt er að finna samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda fyrir árin 2014, 2015 og 2016. Einnig er hér að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrir sömu ár.

10.2.2017 : 112 dagurinn 2017

26.1.2017 : ESTER málþing um samræmd vinnubrögð í barnavernd

Með þessu málþingi lýkur tveggja ára tilraunaverkefni Barnaverndarstofu um innleiðingu ESTER  fyrir starfsfólk barnaverndarnefnda á Íslandi. ESTER er sænskt kerfi sem er ætlað að nota við könnun barnaverndarmál en einnig til að fylgja eftir íhlutunum til að meta árangur þeirra. Hér má finna nánari upplýsingar um ESTER bæði á íslensku og sænsku . Samtals hafa tæplega 200 starfsmenn tekið þátt í ESTER námskeiðum á þessu tveggja ára tímabili, aðallega starfsfólk barnaverndarnefnda, þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar ásamt öðru starfsfólki sem vinnur með börn og barnafjölskyldur.

17.1.2017 : Námskeið fyrir fósturforeldra

Dagana 3. og 31. mars 2017 verður PRIDE námskeið fyrir fósturforeldra sem eru með börn innan fjölskyldu í fóstri. Námskeiðið verður haldið í fundarsal Barnaverndarstofu í Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Hér er yfirlit yfir námskeiðið þ.e. tímasetningar og innihald þess.

Síða 3 af 3

Fleiri greinar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica