Fréttir


Fréttasafn: 2018 (Síða 3)

5.3.2018 : Ekki hafa áður borist fleiri tilkynningar til barnaverndarnefnda

Í þessari samantekt er að finna samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna á árunum 2015, 2016 og 2017. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í ársskýrslu Barnaverndarstofu. Einnig er hér að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2015, 2016 og 2017.

5.3.2018 : Collaborating Against Child Abuse - Exploring the Nordic Barnahus Model

Fyrsta fræðiritið um Barnahús á Norðurlöndunum er nú komið út. Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu ritar formála þar sem hann rekur upphaf Barnahúss á Íslandi, muninn á Barnahúsi og Child Advocacy Centers í Bandaríkjunum og framgang Barnahúsa í Evrópu. Auk þess er kafli eftir Hrefnu Friðriksdóttur og Anni G. Haugen um íslenska Barnahúsið og réttarkerfið út frá því hvernig komið er til móts við hagsmuni barnsins, öryggi, skilvirkni og samstarf.  

8.2.2018 : 112 dagurinn 2018

112-dagurinn verður haldinn um allt land 11. febrúar næstkomandi eins og undanfarin ár. Samstarfsaðilar dagsins eru Neyðarlínan, Ríkislögreglustjórinn, Mannvirkjastofnun, slökkviliðin, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Rauði krossinn, Landhelgisgæslan, Barnaverndarstofa, Landlæknisembættið, Landspítalinn, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Vegagerðin og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Síða 3 af 3

Fleiri greinar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica