Fréttir


Fréttasafn: 2013 (Síða 3)

14.6.2013 : Ábendingar um vanrækslu barna

Flestar ábendingar sem barnaverndarnefndir fá eru um vanrækslu barna. Tilefnin eru misalvarleg en dæmi eru um mjög alvarlega vanrækslu. Þetta segir Páll Ólafsson, sviðsstjóri hjá Barnaverndarstofu í viðtali á rás tvö þann 13 júní sl. 

7.6.2013 : Flestir tilkynna um vanrækslu!

Í frétt í Morgunblaðinu þann 7. júní  kemur fram að tölur staðfesti fjölgun á tilkynningum til barnaverndarnefnda. Verst á landsbyggðinni. Drengir í meirihluta. Sprenging í tilkynningum vegna kynferðisbrota  

7.6.2013 : Samanlagt 217 börnum í neyð hjálpað!

Í Fréttablaðinu þann 7. júní kemur fram að á þeim 20 mánuðum sem tilraunaverkefni Barnaverndarstofu vegna heimilisofbeldis stóð var 217 börnum veitt sértæk aðstoð og að barnaverndarnefndir taki við keflinu á næstunni með sameiginlegu bakvaktarkerfi. 

6.6.2013 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrstu þrjá mánuði áranna 2012 og 2013

Barnaverndarstofa birtir nú samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna fyrir fyrstu þrjá mánuði áranna 2012 og 2013. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í ársskýrslu Barnaverndarstofu. Einnig er hér að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrir fyrstu þrjá mánuði áranna 2012 og 2013

5.6.2013 : "Protecting Children in a Changing World” - Evrópuráðstefna ISPCAN -  Alþjóðlegra samtaka gegn illri meðferð á börnum

Vakin er athygli á Evrópuráðstefnu ISPCAN samtakanna sem verður haldin í Dublin dagana 15 - 18 september 2013. Mjög áhugaverð ráðstefna og eru áhugasamir hvattir til að skoða heimasíðu samtakanna  http://www.ispcan.org til að fá frekari upplýsingar. Einnig er hægt að sjá upplýsingar um ráðstefnur og aðra athyglisverða atburði á þessu sviði með því að skoða ,,viðburðardagatal" Barnaverndarstofu.

5.6.2013 : Undirbúningur hafin að stofnun Barnahúss í Færeyjum

Um fimmtíu sérfræðingar, þar á meðal Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu og Ólöf Ásta Farestveit forstöðukona Barnahúss á Íslandi, sátu fund sem markar upphaf markvissar vinnu við að koma Barnahúsi á fót í Færeyjum að íslenskri fyrirmynd. Áhugasamir geta hér fyrir neðan lesið meira um þessa frétt úr færeyska fréttablaðinu Vágaportalurinn.   

31.5.2013 : Reynsla af tilraunaverkefni vegna heimilisofbeldis

Sem kunnugt er hófst tilraunaverkefni vegna heimilisofbeldis 15. september 2011, fyrst til sex mánaða, verkefninu var síðan framlengt til 31. desember 2012 og aftur til 1. júní 2013. Samstarfsaðilar Barnaverndarstofu eru lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes. Verkefninu lýkur 1. júní nk. og færast bakvaktir vegna heimilisofbeldismála því alfarið til barnaverndarnefnda á ný.

30.5.2013 : Childrens´s Voices - ráðstefna NFBO - norrænu samtakanna gegn illri meðferð á börnum í Nuuk, Grænlandi 26 - 28 ágúst 2014

Barnaverndarstofa vill benda áhugasömum á að NFBO hefur sent frá sér fyrstu auglýsingu vegna ráðstefnunnar Childrens Voices sem verður haldin í Nuuk á Grænlandi í ágúst 2014.

15.5.2013 : Vinnustofa um stuðning við seinfæra foreldra

Barnaverndarstofa stendur fyrir vinnustofu með dr. Maurice Feldman prófessor í sálfræði, dagana 24 og 28 maí nk. í fundarsal Barnaverndarstofu að Borgartúni 21 í samstarfi við rannsóknarsetur í fötlunarfræðum. Vinnustofunni er ætlað að þjálfa þátttakendur í að nota efni og gátlista sem dr. Feldman hefur þróað.

8.5.2013 : Brotin sjálfsmynd barna og ungmenna - ábyrgð fjölmiðla og foreldra - úrræði

N8mai2013no2

Morgunverðarfundur "Náum áttum" verður þann 15. maí nk. kl. 8:15 - 10:00 á Grand Hótel undir yfirskriftinni "Brotin sjálfsmynd barna og ungmenna" þar sem fjallað er um ábyrgð fjölmiðla og foreldra auk úrræða. Framsöguerindi flytja þær Elísabet Lorange listmeðferðarfræðingur hjá Foreldrahúsi, Vigdís Jóhannesdóttir markaðsráðgjafi hjá pipar/TPWA og Katrín Anna Guðmundsdóttir jafnréttishönnuður. Sjá nánar auglýsingu. Skráning er hjá náum áttum fyrir kl. 15 þriðjudaginn 14. maí nk. Hér má nálgast viðtal við Katrínu Önnu Guðmundsdóttur þar sem fjallað er um lífseigar klisjur í auglýsingum.

Síða 3 af 7

Fleiri greinar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica